Nýlega var uppljóstrað um að þýski bílafraleiðandinn Volkswagen hafði sett inn hugbúnað í diesel bíla sem gerði þeim kleift að svindla á útbástursprófunum. Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (the Environmental Protection Agency) hefur af þeim sökum skipað innköllun á næstum því 500.000 bílum. Volkswagen tilkynnti hins vegar á þriðjudaginn að hugbúnaðurinn gæti náð til all að 11 milljóna bíla um allan heim en Volkswagen gæti þurft að greiða allt að 2.300 milljarða króna vegna málsins.
Fyrr í vikunni tilkynnti Alexander Dobrindt, samgönguráðherra í þýsku ríkisstjórninni að bílar í Evrópu væru með sama hugbúnar og þeir sem seldir voru í Bandaríkjunum.
Ekki er alveg ljóst hvaða bílar verða fyrir áhrifum en Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna hefur þó gefið upp nokkrar upplýsingar um hvaða bílar eru líklegir til að innihalda hugbúnaðinn.
Þeir bílar sem voru á listanum frá stofnuninni eru:
Dísel bílar með tveggja lítra með forþjöppu, beinni innspýtingu af eftirfarandi bílum og eftirtöldum árgerðum:
• Jetta (árgerðir 2009-2015)
• Jetta SportWagen (árgerðir 2009-2014)
• Beetle (árgerðir 2012-2015)
• Beetle Convertible (árgerðir 2012-2015)
• Audi A3 (árgerðir 2010-2015)
• Golf (árgerðir 2010-2015)
• Golf SportWagen (árgerðir 2015)
• Passat (árgerðir 2012-2015)
Bílaframleiðandinn Skoda, sem er í eigu sömu aðila og notar að marga sömu vélarhluti, hefur einnig tilkynnt að hluti bíla frá þeim innihaldi sama hugbúnaðinn en Volkswagen fyrirtækið vinnur nú að lista til inniheldur allar gerðir bíla sem innihalda hugbúnaðinn.