Vá­trygginga­tekjur Varðar trygginga ehf. jukust um 15% á milli ára og námu 17,8 milljörðum króna í fyrra. Hagnaður af rekstri á árinu var 840 milljónir og arð­semi eigin fjár 8,7%.

Aðal­fundur Varðar fór fram 7. mars þar sem sam­stæðu­reikningar voru sam­þykktir.

Tjón á árinu var 13,3 milljarðar og hækkaði um 18% milli ára en í frétta­til­kynningu segir að þróun tjóns­kostnaðar hafi verið góð þrátt fyrir ó­venju kostnaðar­söm bruna­tjón. Rekstrar­kostnaður á árinu var 3,4 milljarðar.

„Okkar mark­mið er að veita við­skipta­vinum fram­úr­skarandi þjónustu og við erum afar stolt af því að hafa fjölgað við­skipta­vinum meira á síðasta ári en sem nemur hlut­falls­lega stækkun markaðarins. Starfs­fólk Varðar býr yfir miklum metnaði og gleði. Það er virki­lega gaman að vera hluti af þessu teymi. Þá heldur sam­starfið við Arion á­fram að gefa af sér ný tæki­færi til vaxtar og erum við bjart­sýn fyrir fram­tíðinni. Starf­semi Varðar gekk vel á síðasta ári. Mark­mið fé­lagsins um vöxt og aukningu markaðs­hlut­deildar náðust og sömu­leiðis var á­nægju­legt að sjá við­snúning í fjár­festinga­tekjum frá erfiðu ári 2022.” segir Guð­björg Heiða Guð­munds­dóttir, for­stjóri Varðar

Heildar­eignir Varðar í árs­lok námu 32,7 milljörðum króna sem er hækkun um 11% á árinu.

Fjár­festinga­eignir námu 30,5 milljörðum króna og var hand­bært fé 499 milljónir.

Eigið fé fé­lagsins hækkaði um 9% milli ára og var í árs­lok 10 milljarðar.

Eigin­fjár­hlut­fall var 30,9%. Gjald­þol fé­lagsins sam­kvæmt Sol­ven­cy II var 142% í árs­lok en var 145% í lok árs 2022.