Guðmundur Jóhann Jónsson fráfarandi forstjóri Varðar segir það hafa verið meðvitaða stefnu á upphafsárunum, sem voru mikil barátta, um að vera ekki leiðandi í vöruþróun.
Áherslan hafi verið á framlínuna, þjónustuna og grunnreksturinn og lítið um sérfræðinga meðal starfsfólksins. Þess í stað hafi framkvæmdastjórarnir sjálfir gengið í flest verkefni eftir þörfum hverju sinni.
„Við vorum vænd um undirboð af samkeppnisaðilum. Eflaust vorum við hagstæðari í mörgum tilvikum – enda nauðsynlegt upp að vissu marki þegar verið er að byggja upp umsvif – en við vorum ekki að keyra á einhverjum taprekstri. Þú ferð mjög hratt illa út úr því í þessum bransa að bjóða ósjálfbær verð.
Einhvern veginn eimdi svo eftir af því hjá félaginu. Það myndaðist ákveðin menning fyrir þessu. Eftir á að hyggja hefði ég á ákveðnum tímapunkti kannski átt að slaka á aðhaldinu og setja nokkur stöðugildi í slíka vinnu. Það getur vel verið að það hefði borið góðan ávöxt. Með tíð og tíma fórum við loks að slaka aðeins á og vera ekki svona rosalega mikið á bremsunni.“
Nánar er rætt við Guðmund í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.