Á fimmtudaginn greindi Viðskiptablaðið frá því að VR stæði fyrir nafnlausri auglýsingaherferð sem ber yfirskriftina „Ég bara spyr?". Nú hafa auglýsingarnar verið merktar stéttarfélaginu. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að það hafi alltaf verið áætlunin að birta hverjir stæðu á bakvið herferðina og að hún væri sett fram vegna þeirra kjaraviðræðna sem eru framundan í haust. Hann vildi ekki tjá sig að öðru leyti um efni herferðarinnar og sagði efnið tala sínu máli.
Sjá einnig: VR fjármagnar nafnlausa auglýsingaherferð
Í morgun birtist nýtt myndband á Facebook-síðu herferðarinnar sem ber yfirskriftina „Skilur þú stýrivexti? Auðvitað ekki. En engar áhyggjur, hér eru svörin." En í myndbandinu útskýra fréttaskýrendurnir, sem Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir leika, stýrivexti fyrir áhorfendum og setja meðal annars fram eftirfarandi staðreyndir:
Þorsteinn: „Vandamálið er að fólk skilur ekki stýrivextir"
Elma „Og er það ekki bara allt í lagi?. Það sem að þú skilur ekki getur ekki skaðað þig. Annars er þetta mjög einfalt. Launahækkanir eru vextir fátæka fólksins og öfugt. Vextir eru launahækkanir ríka fólksins."
Þorsteinn: „Rétt, svo rétt. Það er löngu kominn tími á lífskjarasamninga forstjóra og fjármagnseiganda.
Elma „Nú er sá tími kominn"
Þorsteinn „Allir glaðir"
Elma: „Allir sem kunna að samgleðjast allaveganna"