Upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækið Wise hefur undir­ritað samning um kaup á öllu hluta­fé Þekkingar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Wise.

Wise hefur sér­hæft sig í þróun, þjónustu og inn­leiðingu hug­búnaðar­lausna á sviði við­skipta, á sama tíma og Þekking hefur sér­hæft sig í rekstri og hýsingu á tölvu­kerfum fyrir­tækja og stofnana.

„Með kaupunum verður til eitt af öflugri fyrir­tækjum í upp­lýsinga­tækni á Ís­landi með tæp­lega 200 starfs­menn á höfuð­borgar­svæðinu og á Akur­eyri og yfir 4 milljarða sam­eigin­lega veltu,“ segir í til­kynningu en kaupin eru háð fyrir­vara um sam­þykki Sam­keppnis­eftir­litsins.

Ólík kjarnastarfsemi

„Við sjáum gríðar­leg tæki­færi í því að sam­eina krafta Wise og Þekkingar. Kjarna­starf­semi fyrir­tækjanna er ólík og með styrk­leikum beggja getum við boðið við­skipta­vinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustu­fram­boð,“ segir Jóhannes Helgi Guð­jóns­son, for­stjóri Wise.

„Starfs­fólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sér­hæfingu sem fellur vel að veg­ferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í fram­tíðar upp­byggingu fé­lagsins,“segir Stefán Jóhannes­son, fram­kvæmda­stjóri Þekkingar.