Heimkaup ehf. töpuðu 612 milljónum króna eftir skatta í fyrra, samanborið við tap upp á 551 milljón árið 2022. Samtals tapaði félagið, sem hét áður Wedo ehf., 2,6 milljörðum króna eftir skatta á árunum 2018 til 2023.
„Væntingar stjórnenda eru að þær hagræðingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í ásamt því að hefja samkeppni á lágvöruverðsmarkaði muni skila sér í bættri afkomu árið 2024,“ segir í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi félagsins sem undirrituð var 26. apríl sl.
„Félagið er að vinna í að tryggja sér fjármögnun í formi lánsfjár og eða nýs hlutafjár auk þess sem horft er til þess að útvíkka reksturinn með það að leiðarljósi að ná stærðarhagkvæmni og bæta arðsemi félagsins.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði