PGA-golfkennarinn Margeir Vilhjálmsson vinnur nú hörðum höndum að nýju smáforriti sem kallast Golfnámskeið golfkennsluapp. Með smáforritinu hefur golfarinn aðgang að fjölda æfinga, námskeiða og fræðsluefnis.

Meðal námskeiða sem boðið er upp á eru grunnnámskeið í golfi, fyrstu handtökin fyrir byrjendur og spilkennsla. Smáforritið notast einnig við gervigreindarlausn frá nýsköpunarfélaginu spjallmenni.is til að svara spurningum golfara allan sólarhringinn.

Margeir segir hugmyndina að appinu eiga sér rúmlega eins og hálfs árs forsögu en hún tengist því meðal annars að YouTube sé núna orðinn vinsælasti golfkennari á Íslandi og víðar.

„Það er hellingur af góðu efni á YouTube, en svo er líka hellingur af alls kyns þvælu. Það er ekki nefnilega endilega það sama sem virkar fyrir alla. Svo eru líka margar æfingar sem þú getur gert heima eins og teygjur og hreyfingar sem hjálpa sveiflunni.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.