Tekjuvöxtur hugbúnaðarfyrirtækja hefur verið kröftugur á síðustu árum. Samanlagðar tekjur tíu stærstu fyrirtækjanna í geiranum jukust um 36% milli 2023 og 2021 og um 11,5% milli 2023 og 2022.

Þegar litið er til tekjuvaxtar er Dohop í sérflokki, en félagið sá verulegan vöxt í tekjum á árinu 2023. Í ársreikningi félagsins segir að það komi til vegna fjölgunar flugfélaga í hópi viðskiptavina félagsins, en í árslok voru fleiri en sjöutíu flugfélög að nýta sér þjónustu þess.

Það er einkennandi fyrir hugbúnaðargeirann að hlutfallslegur munur á tekjum fyrirtækjanna er lítill, ef frá er talið LS Retail, sem velti 10,8 milljörðum króna á síðasta ári.

Mest óx leyfissala hjá félaginu milli ára, en áskriftartekjur tóku einnig við sér og námu 822 milljónum.

Á eftir LS Retail í veltu kemur DK hugbúnaður, sem var með tekjur upp á 2,8 milljarða króna. Segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi DK hugbúnaðar að rekstur síðasta árs hafi verið í takt við áætlanir stjórnenda og einkenndist einna helst af þróun nýrra lausna fyrir viðskiptavini félagsins.

Kristján Jóhannsson, forstjóri LS Retail.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um hugbúnaðarfyrirtæki í bók Frjálsrar verslunar, 500 stærstu, sem var að koma út. Hægt er að festa kaup á bókinni hér.