Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, var launahæstur á lista yfir næstráðendur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar en mánaðarlaun hans námu að jafnaði 19,5 milljón króna.
Fimm aðrir næstráðendur voru með meira en 10 milljónir á mánuði í fyrra.
Næst launahæstur var Árni Sigurðsson, núverandi forstjóri Marel, með 12,7 milljónir en hann var aðstoðarforstjóri félagsins í fyrra.
Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Kerecis, var með 12,6 milljónir og Linda Jónsdóttir, aðstoðarforstjóri Sidekick og stjórnarformaður Íslandsbanka, kom þá skammt á eftir með 11,6 milljónir á mánuði. Loks var Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri SKEL fjárfestingarfélags, með 10,6 milljónir.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.