Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, var tekjuhæsti forstjóri íslenskra flugfélaga í fyrra samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni. Hann var að jafnaði með 5,4 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar.

Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, var tekjuhæsti forstjóri íslenskra flugfélaga í fyrra samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni. Hann var að jafnaði með 5,4 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar.

Bogi Nils Bogason, sem tók við sem forstjóri Icelandair árið 2018, var með tæplega 5,1 milljón króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Til samanburðar var hann með 5,5 milljónir árið 2021.

Birgir Jónsson, sem lét af störfum sem forstjóri Play í vor, var með tæplega 4 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra.

Einar Örn Ólafsson, sem tók við sem forstjóri Play af Birgi í mars, var með 1,36 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. Um sama leyti lét Einar Örn, sem er einn stærsti hluthafi Play, af störfum sem stjórnarformaður flugfélagsins.

Mánaðartekjur forstjóra stóru flugfélaganna þriggja:

  • Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta – 5,42 milljónir króna.
  • Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group – 4,97 milljónir króna
  • Birgir Jónsson, fyrrum forstjóri Play – 3,98 milljónir króna.
  • Einar Örn Ólafsson, fyrrum stjórnarformaður og núverandi forstjóri Play – 1.36

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.