Fjármálafyrirtæki auglýsir á heimasíðu: „Léttu á mánaðamótunum. Með appinu getur þú dreift kortagreiðslum og skipt greiðslum á örfáum mínútum.“ Auglýsingunni fylgir skýringartexti ásamt hlekk á 40 sekúndna myndband sem sýnir hversu einfalt ferlið er. Önnur fjármálafyrirtæki eru með sambærileg skilaboð: „Léttu þér mánaðarmótin. Léttu þér lífið. Viltu dreifa greiðslunum?“ Og alls staðar er hægt að dreifa kreditkortareikningum yfir allt að 36 mánuði í appi á stuttum tíma.

Greiðsludreifing gerir korthöfum kleift að skipta greiðslu kreditkortareiknings í nokkrar mánaðarlegar afborganir. Við þetta myndast lánssamningur þar sem lántaki greiðir lántökukostnað og vexti yfir tiltekið tímabil.

Léttir eða byrði

Þetta hljómar afskaplega vel – einfalt og fljótlegt. Fyrir þá sem standa frammi fyrir háum kreditkortagreiðslum á gjalddaga getur verið þægilegt að dreifa fjárhæðinni í nokkrar minni greiðslur, til dæmis með jöfnum afborgunum yfir fjóra eða tólf mánuði. Þegar tilboðin eru hins vegar skoðuð nánar kemur í ljós að greiðsludreifing er oft tiltölulega dýrt lán. Í tilboðstextanum er yfirleitt engar upplýsingar að finna um kostnað, en með því að fletta upp í verðskrá og vaxtatöflu má finna upplýsingar um vexti og gjöld.

Til að meta fýsileika greiðsludreifingar er mælt með því að reikna árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem sýnir heildarkostnað greiðsludreifingar á ársgrundvelli. Kennitalan tekur tillit til bæði vaxta og annars kostnaðar, svo sem lántökugjalda og greiðslukostnaðar, sem geta vegið þungt í skammtímalánum. Hún er reiknuð sem prósentutala, á sama hátt og vextir. Taflan sýnir dæmi um kostnað við að dreifa kreditkortaskuld yfir 12 mánuði, miðað við vaxtatöflu og verðskrá í mars 2025. Í þessu tilviki er árleg hlutfallstala kostnaðar 23,8%, sem er 8,1 prósentustigum hærri en dráttarvextir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði