Heildartekjur heildverslunar námu 56 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 18% frá fyrra ári. Til samanburðar jukust þær um 2,9% á milli áranna 2021 og 2022. Raunar jukust tekjurnar einungis um 11% á tímabilinu 2019 til 2022.
Líkt og undanfarin ár var Innnes með mestar tekjur heildverslana hér á landi á síðasta ári en tekjur félagsins námu 17,8 milljörðum króna. Félagið jók tekjur sínar um ríflega þriðjung á milli áranna 2022 og 2023. Til samanburðar nam tekjuvöxturinn 21% á milli áranna 2021 og 2022. Engin breyting átti sér heldur stað í öðru sæti listans því eins og undanfarin ár situr Danól þar. Tekjur félagsins námu 10,5 milljörðum í fyrra og jukust um 12% frá fyrra ári. Þar á eftir kom Garri með 9,2 milljarða í tekjur á síðasta ári. Tekjur félagsins jukust um 13% á milli áranna 2022 og 2023.
Nánar er fjallað um málið í bók Frjálsrar verslunar, 500 stærstu, sem var að koma út. Hægt er að festa kaup á bókinni hér.