Björgólfur Thor Björgólfsson hefur upp á síðkastið verið með augu sín á Indlandi, fjölmennustu þjóð heims, og Miðausturlöndum sem saman séu að verða ákveðinn kjarni í heimshagkerfinu.

Leiðandi verkefni Björgólfs á Indlandi er DNEG sem fjárfestingafélag hans Novator Capital eignaðist 15% hlut í fyrir 250 milljónir dollara, eða yfir 30 milljarða króna, í ársbyrjun 2022. Samhliða tók Björgólfur sæti í stjórn fyrirtækisins.

DNEG sérhæfir sig í tæknibrellum og tölvugrafík. Indverska fyrirtækið hefur unnið átta Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur frá árinu 2011, nú síðast fyrir kvikmyndina Dune II.

Björgólfur segir að kjarnastarfsemi DNEG gangi vel, félagið sé að vaxa hratt og skila góðum hagnaði.

Leiðandi verkefni Björgólfs á Indlandi er DNEG, fyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknibrellum og tölvugrafík. Fyrirtækið hefur unnið til átta Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur, nú síðast fyrir kvikmyndina Dune II.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Þessi bransi varð fyrir mjög stóru höggi vegna verkfalla í Hollywood sem efnt var til út af notkun gervigreindar. Margir samkeppnisaðilar DNEG fóru rosalega illa út úr því,“ segir Björgólfur og bendir t.d. á að samkeppnisaðilinn Technicolor sé kominn í þrot.

„Það hjálpaði okkur að vera með langa og stóra samninga. DNEG er því í sterkri stöðu í dag, með tækifæri til að kaupa aðra aðila á markaðnum á góðu verði.“

Fréttin er hluti af ítarlegu viðtali í nýju tímariti Frjálsrar verslunar. Hægt er að kaupa eintak hér en áskrifendur geta nálgast efni úr tímaritinu hér.