Umfjöllun um einkavæðingu og fréttir upp úr Tekjublaði Frjálsrar verslunar eru áberandi á lista yfir mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar á því viðburðaríka ári sem er að líða.

6. Tæki­færi til einka­væðingar: Lands­virkjun

Í mars 2024 gaf Frjáls verslun út tímarit um sögu einkavæðingar hér á landi. Í tímaritinu má finna umfjöllun um helstu tækifæri ríkisins til einkavæðingar. Þar af vakti mesta athygli kafli um Landsvirkjun.

7. Einn stjórnarformaður með yfir 10 milljónir

Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis, var launahæsti stjórnarformaðurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og fjórði efsti á lista yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu.

8. Costco-forstjórinn í sérflokki

Brett Albert Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, var með langhæstu laun forstjóra stóru matvörukeðjanna á Íslandi árið 2023. Í fyrra námu mánaðarlaun hans að meðaltali 9,2 milljónum krónu.

9. Aug­lýsinga­stjóri RÚV meðal fimm launa­hæstu

Fjallað var um launahæstu einstaklinganna á lista yfir auglýsingafólk í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hallur Andrés Baldursson, stjórnarformaður ENNEMM, var launahæstur fjórða árið í röð.

10. Hafþór enn og aftur efstur

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson var tekjuhæstur í flokki íþróttafólks og þjálfara í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Þetta er fjórða árið í röð sem Hafþór trónir á toppi listans.