Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra í hinni mikilfenglegu verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur, hefur lagt til breytingar á reglugerð sem fjölgar lottókúlunum úr 42 í 45.

Þetta er stórmál enda er um að tilfærslu fjár frá fólki sem kann ekki líkindareikning til fólks sem stundar boltaíþróttir og aðra hreyfingu. Mikilvægi málsins endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að fólki er gefinn helmingi lengri tíma til að senda inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um málið en gefinn var vegna frumvarps um tvöföldum veiðigjaldsins.

Sú stefna sem stjórnvöld hafa markað í málefnum tengdum lottókúlum sem miðar að draga vinningslíkunum rímar ágætlega að mati hrafnanna við þá áherslu stjórnvalda um að draga úr vinningslíkum þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum í Kauphöllinni og þeirra sem fjárfesta með öðrum hætti í atvinnulífinu. Enda hefur lottóinu stundum verið líkt við hlutabréfmarkað fyrir fólk sem kann ekki að reikna.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í blaðinu sem kom út 2. apríl 2025.