Fjárhagsupplýsingar fyrirtækja eru hornsteinn upplýsingagjafar þeirra. Án fjárhagsupplýsinga fyrirtækja er erfitt fyrir haghafa að greina stöðu og þróun þeirra. Við tökum ársreikningum sem sjálfsögðum hlut og byggjum gjarnan mikilvægar ákvarðanir á því sem þar kemur fram, eins og hvort við viljum fjárfesta í viðkomandi fyrirtæki eða lána því fjármagn. Formleg samskipti við fjárfesta eiga sögu að rekja til ársins 1602 þegar Hollenska Austur-Indíafélagið varð fyrsta stórfyrirtækið til að gefa út hlutabréf og hóf samskipti við fjárfesta í gegnum opinbera upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf fyrirtækja í því formi sem við þekkjum í dag á þeim mörkuðum sem við helst berum okkur saman við fylgir hinsvegar stöðluðu formi sem sett er fram af Alþjóðlega reikningsskilaráðsinu (IFRS). Upplýsingarnar eru staðlaðar, vel þekktar af markaðsaðilum og kenndar í skólum. US Steel er gjarnan talið fyrsta fyrirtækið til að birta ársreikning í sambærilegu formi og við þekkjum í dag þegar það birti ársreikning árið 1903 fyrir árið 1902 sem var endurskoðaður af Price, Waterhouse & Co.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði