Ítök Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, í sértrúarsöfnuðum eru greinilega veruleg.
Til marks um það sendu samtökin inn umsögn við frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta. Þar segir að samtökin hafi ekki forsendur til að meta áhrif sameiningar sýslumannsembætta fyrir neytendur.
Aftur á móti nýta þau tækifærið og kalla eftir því að lög um aðför og nauðungarsölu verði endurskoðuð. Fyrir skömmu tapaði Ásthildur dómsmáli gegn ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við uppboð á heimili hennar.
Dómsmálið vakti furðu enda kom í ljós að Ásthildur hafi fengið að kaupa húsið til baka af Arion banka langt undir þáverandi markaðsvirði, eftir að hafa búið í húsinu í mörg ár án þess að greiða af lánum sem á því hvíldu.
Má því ætla að samtökin vilji uppfæra lögin þannig að allir skuldarar fái sömu sérmeðferð og Ásthildur Lóa fékk á sínum tíma, þ.e. að þurfa ekki að greiða af lánum í mörg ár og fá svo að kaupa fasteignina til baka á verulegu undirverði.
Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.