Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS
Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS
Margir biðu fullir eftirvæntingar eftir því hver yrði ráðinn forstjóri VÍS. Í vikunni var svo tilkynnt að Sigrún Ragna Ólafsdóttir tæki við starfinu eftir að Guðmundur Örn Gunnarsson hætti störfum í maí af ástæðum sem enn á eftir að skýra betur. Ekki er ólíklegt að þar hafi bakari verið hengdur fyrir smið, eins og sagt var, eftir að Guðmundur hafði stýrt félaginu vel í gegnum hrun fjármálakerfisins.

Sigrún Ragna er vel að starfinu komin og ánægjulegt að fjölgað sé í litlum hópi kvenforstjóra. Hún var meðeigandi hjá Deloitte áður en hún hóf störf í Glitni síðla árs 2007. Hún varð framkvæmdastjóri fjármálasviðs við stofnun Íslandsbanka í október 2008. Síðan hefur hún verið ein nánasta samstarfskona Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Tvær konur eru eftir í framkvæmdastjórn; Una Steinsdóttir og Sigríður Olgeirsdóttir.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS
Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS
Margir biðu fullir eftirvæntingar eftir því hver yrði ráðinn forstjóri VÍS. Í vikunni var svo tilkynnt að Sigrún Ragna Ólafsdóttir tæki við starfinu eftir að Guðmundur Örn Gunnarsson hætti störfum í maí af ástæðum sem enn á eftir að skýra betur. Ekki er ólíklegt að þar hafi bakari verið hengdur fyrir smið, eins og sagt var, eftir að Guðmundur hafði stýrt félaginu vel í gegnum hrun fjármálakerfisins.

Sigrún Ragna er vel að starfinu komin og ánægjulegt að fjölgað sé í litlum hópi kvenforstjóra. Hún var meðeigandi hjá Deloitte áður en hún hóf störf í Glitni síðla árs 2007. Hún varð framkvæmdastjóri fjármálasviðs við stofnun Íslandsbanka í október 2008. Síðan hefur hún verið ein nánasta samstarfskona Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Tvær konur eru eftir í framkvæmdastjórn; Una Steinsdóttir og Sigríður Olgeirsdóttir.