Inga Sæland mætti galvösk í Silfur Ríkisútvarpsins á mánudagskvöld. Þegar umræður hófust um húsnæðismál færðist fjör í leikinn. Hrafnarnir fylgdust með af athygli með.

Fyrst er rétt að nefna að það var ámælisvert að annar þáttastjórnandinn, Bergsveinn Sigurðsson - fullur af hlutleysi, - missti algjörlega stjórn á sér í þeirri umræðu. Meira að segja þannig að Sigríður Hagalín varð hissa.

Og hefur Sigríður ekki orðið eins hissa síðan Guðrún Johnsen sagði við hana árið 2010 að tjónið af bankahruninu væri 11.000 milljarðar króna. Johnsen fór þar með fleipur líkt og svo oft áður.

Inga Sæland mætti galvösk í Silfur Ríkisútvarpsins á mánudagskvöld. Þegar umræður hófust um húsnæðismál færðist fjör í leikinn. Hrafnarnir fylgdust með af athygli með.

Fyrst er rétt að nefna að það var ámælisvert að annar þáttastjórnandinn, Bergsveinn Sigurðsson - fullur af hlutleysi, - missti algjörlega stjórn á sér í þeirri umræðu. Meira að segja þannig að Sigríður Hagalín varð hissa.

Og hefur Sigríður ekki orðið eins hissa síðan Guðrún Johnsen sagði við hana árið 2010 að tjónið af bankahruninu væri 11.000 milljarðar króna. Johnsen fór þar með fleipur líkt og svo oft áður.

Inga Sæland var sú í þættinum sem kom með einfalt og kjarnyrt svar við þeirri spurningu um ástæður húsnæðisskortsins og stanslausra verðhækkana.

Svar Ingu er efnislega það sama og seðlabankastjóri sagði fyrir fjórum árum. Ekkert hefur breyst.

Áður en við hlustum á Ingu skulum við rifja upp hvað Dagur Eggertsson og meirihluti hans sagði um lóðamál á höfuðborgarsvæðinu í aðalskipulagi 2010-2030.

„Byggingarland í Reykjavík er um 60% af hugsanlegu framtíðarbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt svæðisskipulaginu 2001–2024. Þegar tekið er tillit til miðlægrar legu svæða innan Reykjavíkur, þéttingarmöguleika og stefnu sveitarfélaganna um aukinn þéttleika byggðar, þá má ætla að hlutur Reykjavíkur í uppbyggingu á svæðinu gæti orðið meiri en 60% þegar horft er til langrar framtíðar.“

Af svipnum að dæma á Kristrúnu Frostadóttur, þá virðist loks vera að renna upp fyrir henni það ljós, að þetta sé í reynd allt flokknum hennar í borginni að kenna.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók við vondu búi og mun verra en hann hélt. En nú hlýtur hann að taka á lóðamálum í Reykjavíkurborg og brjóta nýtt land undir byggingarlóðir.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.