Það dró til tíðinda í gær þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, blandaði sér í þjóðmálaumræðuna og tjáði sig um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík.

Dagur er þar væntanlega að máta sig við formannsframboð í Samfylkingunni í haust og kosningaslag við Kristrúnu Frostadóttur. Verði Dagur formaður má vænta þess að hann muni herja af fullum krafti á landsmálin eftir að hann lætur af störfum sem borgarstjóri í lok næsta árs.

Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 14. júlí 2022.