Hrafnarnir hafa fylgst með forsætisráðherranum Kristrúnu Frostadóttur og utanríkisráðherranum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á erlendri grundu að undanförnu.
Það stöllur hafa ítrekað tjáð sig um stór alþjóðleg mál líkt og stríðin í Úkraínu og Gaza. Þar hafa þær haft mikið til málanna að leggja, að eigin mati að minnsta kosti.
Forsætisráðherrann sagði til að mynda , þá stödd í Tírana í Albaníu, að yfirlýsing sex ríkja, um ástandið í Palestínu gæti skipt sköpum. „Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu.“
Utanríkisráðherrann sagði af svipuðu tilefni mikilvægt að Ísland knýi fram aðgerðir vegna ástandsins á Gaza.
Átökin milli hryðjuverkamanna Hamas, og forvera þeirra, og Ísraelshers hafa staðið síðan 1948. Halda Kristrún og Þorgerður virkilega að þær hafi eitthvað til málanna að leggja? Eða í Úkraínu þar sem Bandaríkjaforseti hefur engum árangri náð í samtölum við Pútín?
Læknir, læknaðu sjálfan þig
Ráðherrarnir tveir ættu ef til vill að byrja á því að leysa svolítið einfaldari og minni mál og fikra sig svo áfram í stærri málin. Til dæmis að ljúka 156. löggjafarþingi sem er í algjörri upplausn
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.