Óðinn fjallaði á föstudag í Viðskiptablaðinu um Íslandsbankamálið.

Þar benti hann á að lögbrot bankans gætu ekki talist alvarleg en þeim mun vandræðalegri fyrir bankann. Einnig að sektarfjárhæð fjármálaeftirlitsins virðist vera algjörlega út í bláinn- enginn útreikningur sé að baki fjárhæðinni sem sé Seðlabankanum til skammar.

En það sem mestu málið skipti í málinu er þó sú staðreynd að kaupendur í útboði bankans, sem höfðu ekkert með stjórn hans að gera fyrir þann tíma er þeir keyptu, eru þeir sem hafa skaðast af lélegri framkvæmd útboðsins.

Óðinn fjallaði á föstudag í Viðskiptablaðinu um Íslandsbankamálið.

Þar benti hann á að lögbrot bankans gætu ekki talist alvarleg en þeim mun vandræðalegri fyrir bankann. Einnig að sektarfjárhæð fjármálaeftirlitsins virðist vera algjörlega út í bláinn- enginn útreikningur sé að baki fjárhæðinni sem sé Seðlabankanum til skammar.

En það sem mestu málið skipti í málinu er þó sú staðreynd að kaupendur í útboði bankans, sem höfðu ekkert með stjórn hans að gera fyrir þann tíma er þeir keyptu, eru þeir sem hafa skaðast af lélegri framkvæmd útboðsins.

Sama gildir ekki um ríkissjóð. Ríkið er beinlínis að hagnast af mistökunum. Ríkið fékk gott verð fyrir bankann, ríkisstofnunin Seðlabankinn sektar bankann um 1,2 milljarða og svo hefur ríkisstofnunin Bankasýslan ákveðið að greiða bankanum ekki 300 m.kr. í þóknun. Aðrir hluthafar bankans en ríkissjóður bera því skaðann.

Hér er stutt brot úr pistlinum, sem nefnist Vandræðaleg brot Íslandsbanka og undarleg sektarfjárhæð, en áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.

Kaupendurnir eru fórnarlömbin

Þeir sem tóku þátt í útboðinu og fengu rangar upplýsingar um skilmála útboðsins eru fórnarlömbin í málinu. Málið eitt og sér hefur haft afar neikvæð áhrif á gengi bankans en gengið lækkað töluvert í kjölfar birtingu samkomulagsins.

Kaupendunum í útboðinu sem versluðu við Íslandsbanka var fyrst ljóst á mánudag hvernig málum var háttað við sölu hlutanna í Íslandsbanka. Sölugengið í útboðinu var 117 en stendur nú í 112,5.

Verðlag hefur hækkað um 12% frá því útboðið fór fram í mars í fyrra. Ávöxtunin er neikvæð fyrir hina blekktu fjárfesta sem tóku þátt. Ástæðurnar fyrir slöku gengi bankans eru vitanlega fleiri, svo sem vaxtahækkanir seðlabanka og verri lánakjör.

***

Hér er ríkið, um ríkið, frá ríkinu, til ríkisins

Þá vaknar upp sú spurning hvort kaupendurnir í útboðinu fái einhverjar bætur frá Íslandsbanka. Eða seljandanum ríkissjóði sem stjórnaði bankanum fyrir útboðið enda með 62,5% eignarhlut í bankanum.

Ríkið réði bankann og skipaði meirihluta stjórnarmanna. Bankastjóri og aðrir stjórnendur sátu svo í skjóli stjórnarmanna ríkisins.

Síðan þegar ríkisstarfsmennirnir í Íslandsbanka gera í buxurnar mætir ríkið með fjármálaeftirlitið og sektar fórnarlömbin.

Þetta er auðvitað allt fjarstæðukennt og minnir á vinnubrögð samkeppnisstofnunar ríkisins, sem mætir reglulega í fjölmiðla, segir að fákeppni ríki á markaði og sektar alla helstu leikendur á honum.

Þar sem þetta úr jú fákeppnismarkaður þá geta fyrirtækin auðveldlega velt sektunum yfir á neytendur.

Hvar værum við án opinbers eftirlits?

***

Fær Benedikt Sveinsson bætur?

Sú staðreynd að faðir fjármálaráðherra tók þátt í útboðinu gerði málið að því máli sem það er.

Margt kom fram í framhaldinu, svo sem eins og lausungin við framkvæmd útboðsins hjá Íslandsbanka sjálfum.

Nú má velta fyrir sér hvort þeir sem tóku þátt í útboðinu eiga einhvern bótarétt á hendur bankanum vegna þess hvernig staðið var að sölunni.

Bankinn hefur viðurkennt lögbrot og því hlýtur Benedikt Sveinsson og aðrir þeir sem tóku þátt að velta fyrir sér að reyna að sækja rétt sinn gagnvart bankanum.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudaginn. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.