Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, virðist bera djúpstæða sannfæringu fyrir hækkun veiðigjalda – sannfæringu sem virðist í öfugu samhengi við þekkingu hans á sjávarútvegi. Í umræðum á Alþingi síðastliðið mánudagskvöld gagnrýndi hann hægri kant stjórnarandstöðunnar fyrir að vilja ekki treysta markaðsverði

Það sama markaðsverð byggir að hluta til á jaðarverðum á óskilvirkum fiskmörkuðum innanlands, auk verðs á uppsjávarfiski í Noregi. Þess í stað vilji menn, að hans sögn, halda sig við það sem hann kallaði „innanhússverðlagningu.“ Það vakti athygli hrafnanna að Sigmar virðist vita harla lítið um starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs – og að enginn stjórnarandstöðuþingmaður skuli hafa bent honum á það.

il að skýra mál sitt fyrir ótíndri alþýðunni bar hann þetta síðan saman við fasteignamarkaðinn og sagði að fasteignagjöld stýrðust ekki af síðasta kaupsamningi – kannski jafnvel milli skyldra aðila! Hrafnarnir velta nú fyrir sér hvert Sigmar var að fara með þessu. Vill hann virkilega að Fiskistofa gefi út árlegt fiskverðsmat – svipað og Þjóðskrá gerir með fasteignamat?

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.