Í nýlegri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að finna samanburð á þróun fasteignaverðs annars vegar og hlutabréfaverðs í Kauphöllinni hins vegar frá árinu 2015. Þar kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, á sama tíma og minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða en meðalverði hlutabréfa. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 166 prósent frá árinu 2015 en úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 100 prósent á sama tíma. Verðsveiflur voru tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum en íbúðamarkaðnum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði