Einhver varanlegasti og vitlausasti skattur sem núverandi vinstristjórn hefur lagt á er svokallað forvarnargjald á alla húseigendur í landinu.
Nafngiftin sýnir að það er alrangt að listamenn sem þiggja laun frá ríkinu geri ekki neitt.
Gjaldinu er ætlað að koma í veg fyrir að hraun renni yfir virkjun HS Orku á Svartsengi. Nú situr starfsfólk dómsmálaráðneytisins, sem flestir eru lögfræðingar en ekki verkfræðingar, á bæn og vonar að gosið komið ekki innan varnargarðanna.
Skatturinn leggst einnig á tómu, jafnvel ónýtu húsin í Grindavík (starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa víst yfirgefið húsin, að sögn ekkifréttastjórans) sem og önnur hús á Íslandi.
Glúmur Björnsson efnafræðingur í Reykjavík benti á það á X (Twitter) að þjónusta Skattsins væri alveg hreint til fyrirmyndar. Opnuð hafi verið þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í tollhúsinu.
Þægilegt. Grindvíkingar geta þá greitt nýja húsnæðisskattinn í leiðinni. pic.twitter.com/5jX8JGnBqL
— Glúmur Björnsson (@GlumurBjornsson) November 14, 2023