Það er notalegt að vera með þægilega innivinnu hjá ríkinu. Þetta þekkir hinn nýi skattamálaráðherra Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson.
Hún hefur algjörlega klúðrað veiðigjaldsmáli Viðreisnar, þó svo Sigmar Guðmundsson gelti sig hásann um að lýðræðið sé í hættu þegar bent er vanhæfnina í málinu. Rifjast þá upp þegar Davíð Oddsson lagði Sigmar greyið ólesinn, að venju, um bindisskyldu bankana í Kastljósi forðum.
Og Þorgerður Katrín, sem sótti svo fast að verða framkvæmdastjóri LÍU, eða SFS eins og þeir kalla það nú, er horfinn á braut að brosa framan í Trump og ráðamenn í Evrópu.
Staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini í undirbúningi veiðigjaldamálsins hjá skattamálaráðherranum Hönnu Katrínu. Engar tölur stemmdu fyrr en Skatturinn kom og reiknaði þetta fyrir kommisarana í atvinnuvegaráðuneytinu.
Líkt og þegar þeir útskýrðu fyrir Kristrúnu Frostadóttur jafnaðarmanni að hún hafi fengið hlutabréfin í Kviku vegna þess að hún var starfsmaður bankans en ekki vegna þess að þetta hafi verið „áhættufjárfesting“ eins og hún hélt blákalt fram. Og Kristrún neyddist til að borga sama skatt og við hin.
Ótal forsendur voru rangar í veiðigjaldsfrumvarpinu, áhrifin á sjávarþorpin höfðu ekki verið metin og meira segja vissi Hanna Katrín ekki að makríll veiðist mun feitari við Noregsstrendur en við Íslandsstrendur – og er því miklu verðmætari í Noregi.
Hanna Katrín á sér augljósa fyrirmynd í stjórnmálum. Ólaf Ragnar Grímsson. Líkt og Hönnu Katrínu var honum alveg sama um áhrif allra skattahækkananna sem hann lagði á almúgann.
En Hanna Katrín er áhyggjulaus. Þó svo einhverjir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi eða jafnvel Suðurlandi missi vinnunna vegna skattagleðinnar þá fer hún í golf.
Á vinnutíma. Tvo daga í röð.
Nú veit ég ekki hvernig gekk í þinginu í dag við að reyna að hækka skatta á sjávarútveginn. En vonandi náði sjávarútvegsráðherrann að lækka forgjöfina í dag. Við viljum ekki að dagvinnan trufli þann feril. pic.twitter.com/nhyfPBxZp6
— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) July 2, 2025