Hrafnarnir hafa sótt í smiðju -Hómers Simpson að undanförnu þegar kemur að sviptingum á íslenskum bankamarkaði.

Þannig var augljóst að stjórn ­Kviku hefði haft ráðleggingar um að ­hafna ávallt fyrsta tilboði þegar bankinn sagði nei við sam­runa­viðræðum við Arion ­banka ­annars ­vegar og Íslandsbanka hins vegar. Nú ­nokkrum ­vikum síðar hefur stjórn ­Kviku ­ákveðið að ­rugla saman reytum við Arion og eftir ­sitja Jón Guðni Ómarsson banka­stjóri og hans fólk í Íslandsbanka með sárt ­ennið.

Jón ­Guðni getur eigi að síður sótt inn­blástur til Hómers, sem sagði eitt sinn: „Krakkar, þið reynduð ykkar besta – og ykkur mistókst ­hrapal­lega. Lærdómurinn er… aldrei reyna aftur.“

Væntan­lega myndi Heiðar Guðjónsson fjárfestir fagna þeim lærdómi. Hann sagði nýlega í hlaðvarpinu Chess After Dark að sem hluthafi í Íslandsbanka vonaðist hann til að bankinn færi ekki í samrunaviðræður við Kviku heldur héldi bara áfram að kaupa eigin bréf. Það var einmitt það sem bankinn gerði þegar ljóst varð hvert stefndi og á mánudag var tilkynnt að endurkaup á eigin hlutabréfum væru hafin að nýju.

Huginn og Muninn er einn af ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 9. júlí 2025.