Benedikt Erlingsson frumsýndi á fimmtudag, myndina Hross í oss, grimma sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Eins og gengur kostar mikið að búa til íslenska kvikmynd og aðsókn brokkótt svo þetta er áhættusöm iðja. En duglegir og sannfærandi menn finna alltaf bakhjarla sem eru tilbúnir að taka stökkva á hestinn. Og hitta þá á ólíklegustu stöðum.

Til dæmis var Benedikt á spjalli við nágranna sinn Kjartan Sveinsson, sem var liðsmaður í Sigur Rós. Var hann að ræða fjármögnun myndarinnar og þá á Kjartan að hafa sagt að Benedikt hefði nú ekkert spurt sig. Benedikt hafði ekki leitt hugann að því að Sigur Rósar-strákarnir eru loðnir um lófana og endaði á því að Kjartan lagði um tvær milljónir í gerð Hross í oss. Og fær þær vonandi aftur.