Eyþór Arnalds setti rekstur hins opinbera í sögulegt samhengi í viðtali við Viðskiptablaðið í apríl 2012. „Það er sláandi að sjá það að hlutdeild ríkisins miðað við þjóðarframleiðslu hefur farið frá því að vera innan við 10% fyrir 100 árum í það að vera meira en helmingur. Það er komið að endalokum vaxtar hins opinbera. Menn eru mjög hrifnir af orðinu sjálfbærni og menn hljóta þá að sjá það að vöxtur hins opinbera er ekki sjálfbær. Ég vona að allir þeir sem unna þessu orði — sjálfbærni — sjái það að þessir peningar eru ekki til. Fækkun starfa hefur fyrst og fremst verið í almenna geiranum en ekki hjá hinu opinbera. Hvernig getur það verið sjálfbært þegar hið opinbera leggur áherslu á að viðhalda sjálfu sér? Kerfið ver þannig sjálft sig á kostnað hins raunverulega hagkerfis.“