© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Verið er að undirbúa skipulagsbreytingar í efstu lögum Landsvirkjunar. Í þeim breytingum er Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra, ætlað stærra hlutverk. Mun starfsmannasviðið meðal annarra verkefna heyra undir hana að þeim loknum.
Á sama tíma verður framkvæmdastjórum Landsvirkjunar fækkað. Þeir eru núna sjö.
Sem dæmi verður staða framkvæmdastjóra starfsmannasviðs lagt niður. Þetta verða þeir að hafa í huga sem hafa ætlað að sækja um þá stöðu, en hún var nýlega auglýst laus til umsóknar.