Það er stundum sagt að Íslendingar séu svo fámenn þjóð að hér þurfi hver maður að bera marga hatti. Eigi að síður þykir hröfnunum umhugsunarefni að ein og sama manneskjan sé stjórnarformaður næst stærsta banka landsins og á sama tíma í fullu starfi sem fjármálastjóri alþjóðlegs lyfjafyrirtæki sem er skráð á markaði beggja vegna Atlantsála.

Hér er átt við Lindu Jónsdóttir stjórnarformann Íslandsbanka og fjármálastjóra Alvotech.

Hrafnarnir efast ekkert um að Linda valdi þessum verkefnum en velta fyrir sér hvernig þetta lítur út í augum erlendra fjárfesta. Það að vera stjórnarformaður banka er ábyrgðarstaða sem er tímafrek og það sama gildir væntanlega um að vera fjármálastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki sem er skráð á þrjá hlutabréfamarkaði og því er ekki undarlegt að það veki einhverja undrun að ein og sama manneskjan geti sinnt báðum þessum störfum.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.