Óðinn fjallaði í Viðskiptablaðinu í síðustu viku um Lyfjagáttina, sem er opin upp á gátt öllum starfsmönnum apóteka.

Óðinn benti á að þrjár ríkisstofnannir, sem rúmlega tvöfaldast að stærð á tveimur áratugum, hafa eftirlit með Lyfjagáttinni, mismikið þó.

Hér á eftir fer Óðinn í fullri lengd.

Lyfja-opinuppá-gátt, persónuvernd, og falskt öryggi

Persónuvernd er á meðal grundvallarréttinda borgaranna. Að meðferð persónuupplýsinga sé með þeim hætti að ekki sé gengið of nærri friðhelgi einkalífsins – sem heyrir til grundvallarmannréttinda og eru vernduð af íslensku stjórnarskránni.

Nú er komið upp mál þar sem kemur í í ljós að svokölluð Lyfjagátt, kerfi sem heldur utan um ávísuð lyf á Íslandi, er óboðlegt. Hvaða starfsmaður í apóteki getur, að sögn, flett upp ávísuðum lyfjum hvers lifandi mannsbarns án þess að auðkenna sig. Með því að skoða lyfjasögu einstaklings má sjá með nokkurri vissu hvað amar að viðkomandi.

***

Óðinn fjallaði í Viðskiptablaðinu í síðustu viku um Lyfjagáttina, sem er opin upp á gátt öllum starfsmönnum apóteka.

Óðinn benti á að þrjár ríkisstofnannir, sem rúmlega tvöfaldast að stærð á tveimur áratugum, hafa eftirlit með Lyfjagáttinni, mismikið þó.

Hér á eftir fer Óðinn í fullri lengd.

Lyfja-opinuppá-gátt, persónuvernd, og falskt öryggi

Persónuvernd er á meðal grundvallarréttinda borgaranna. Að meðferð persónuupplýsinga sé með þeim hætti að ekki sé gengið of nærri friðhelgi einkalífsins – sem heyrir til grundvallarmannréttinda og eru vernduð af íslensku stjórnarskránni.

Nú er komið upp mál þar sem kemur í í ljós að svokölluð Lyfjagátt, kerfi sem heldur utan um ávísuð lyf á Íslandi, er óboðlegt. Hvaða starfsmaður í apóteki getur, að sögn, flett upp ávísuðum lyfjum hvers lifandi mannsbarns án þess að auðkenna sig. Með því að skoða lyfjasögu einstaklings má sjá með nokkurri vissu hvað amar að viðkomandi.

***

Þrjár stofnanir

Þrjár opinberar stofnanir hafa eftirlit með Lyfjagáttinni. Landlæknisembættið virðist bera þar höfuðábyrgð því gáttin er rekin af embættinu.

Hugsanlega hefur Lyfjastofnun eitthvað eftirlit þar einnig. Að minnsta kosti tekur hún við kvörtunum vegna kerfisins. Síðan er það Persónuvernd, sem hefur það verkefni að lögum að fylgjast með að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við lög.

Nú eru óskaplega margir hissa á því hversu auðvelt aðgengi er að Lyfjagáttinni, hún sé í raun opin upp á gátt. Það ætti þó ekki að koma embættunum þremur á óvart.

***

Gömul frétt um gamalt mál

Í frétt Ríkisútvarpsins frá því 10 árum, frá 12. maí 2013, er fjallað ítarlega um vankanta Lyfjagáttarinnar, sem þá hafði þó verið starfrækt í 5 ár. Í fréttinni segir:

Lyfjastofnun hefur komið á fjórða tug athugasemda til Landlæknisembættisins vegna vankanta sem sníða þarf af rafrænu lyfseðlakerfi sem kallast Lyfjagáttin. Heimilislæknir gagnrýnir kerfið sem hann segir brýnt að laga.

Lyfjagáttin er rafrænt lyfseðlakerfi sem var komið á fót fyrir fimm árum. Læknar senda lyfseðla rafrænt í gáttina í stað þess að afhenda sjúklingum þá. Í apótekinu gefur sjúklingurinn upp kennitölu sína og fær lyfin afhent. Samkvæmt reglugerð um lyfjagátt ber sjúklingum að framvísa skilríkjum þegar þeir sækja lyf í lyfjagáttina. Á því er hins vegar misbrestur og dæmi eru um að lyf hafi verið sótt af öðrum en þeim sem þau eru ætluð.

Síðar segir í fréttinni:

Ekkert lagfært hingað til

Lyfjastofnun hefur borist á fjórða tug athugasemda varðandi Lyfjagáttina á síðustu árum. Stofnunin hefur beint þeim til Landlæknisembættisins sem sér um lyfjagáttina. Ekkert af því hefur verið lagfært enn sem komið er en nú er unnið að breytingum. „Það má segja að þetta er bara í eðlilegri og góðri vinnslu. Þetta er tölvukerfi sem þarf að rýna í og margt sem þarf að laga og margir agnúar sem þarf að sníða af,“ segir Helga Erla Þórisdóttir, settur forstjóri Lyfjastofnunar.

Læknar hafa ekki aðgengi

Lyfjagáttin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of opin og aðgengi lyfjafræðinga og almennra starfsmanna apóteka sé ekki takmarkaður með neinum hætti. Starfsmaður hvaða apóteks sem er geti flett upp hvaða kennitölu sem er og séð á örskotsstundu á hvaða lyfjum viðkomandi er. Þá hafa læknar ekki aðgang að gáttinni. „Við vitum sem sagt ekkert hvað aðrir læknar hafa sent inn af lyfjum,“ segir Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir. „Og allt þetta er í pínulítilli upplausn. Það eina sem við getum gert er að treysta á lyfjafræðingana að þeir fari svolítið yfir þessi mál.“

Aðgengið að Lyfjagáttinni er því búið að vera þekkt vandamál í 10 ár, hið minnsta. Hitt atriðið í fréttinni er ekki lengur vandamál en apótekin virðast fylgja því strangt eftir að réttur maður fái rétt lyf.

***

Hvernig er þetta hægt?

Hvernig stendur á því að þetta hafi verið í ólestri í allan þennan tíma? Það fyrsta sem Óðinn velti fyrir sér hver kostnaðurinn er við þessar stofnanir þrjár sem hafa eftirlitið á sinni könnu. Alls störfuðu 180 manns hjá stofnunun þremur í árslok 2021 samkvæmt ársskýrslum stofnananna.

Fyrir 20 árum störfuðu 27 starfsmenn hjá Lyfjastofnun en eru 85 í dag. Í ársskýrslu stofnunarinnar árið 2021 segir í ávarpi forstjóra:

Það má með sanni segja að árið 2021 hafi verið viðburðarík hjá Lyfjastofnun og reynt hefur á seiglu og þol starfsmanna og stjórnenda.

Það kom í ljós þegar Covid bóluefnin voru að berast til landsins að Lyfjastofnunin íslenska byggði eingöngu á mati evrópsku lyfjastofnunarinnar. Hún var því bara stimpilstofnun fyrir pappíra frá Evrópu. Að minnsta kosti í því máli. Þá vaknar sú spurning upp hvað þessir 85 starfsmenn fást við á hverjum degi.

***

Persónuverndin

Hjá Persónuvernd störfuðu 7 árið 2001 en eru 20 í dag. Í ársskýrslunni frá 2021 er fjallað um hversu lífið er erfitt hjá Persónuvernd:

Það hefur verið krefjandi undanfarin ár að reka stofnun þar sem inn koma mun fleiri mál en starfsmannafjöldinn ræður við. Þrátt fyrir samhentan hóp er lýjandi til lengdar að fleiri mál bíði við lok dags en við upphaf hans. Þá hefur opinber umræða um vinnustaðinn á tíðum verið hörð og óvægin.

Óðinn veit að lagaumhverfið hefur breyst mikið á þessum 20 árum. En hefur persónuverndin aukist? Það er Óðni til efs.

Og hvernig stendur á því að stofnunin, sem á að vera síðasti varnarveggur borgaranna við misnotkun á persónuupplýsingum, hafi ekki gert alvarlegar athugasemdir við Lyfjagáttina fyrir löngu, svo alvarlegar að úr hafi verið bætt. Getur verið að það sé vegna þess að önnur ríkisstofnun á í hlut?

***

Landlæknir

Árið 2001 störfuðu 25 starfsmenn hjá Landlæknisembættinu en voru 75 í árslok 2021. Lýðheilsustöð, einhver gagnslausasta ríkisstofnun landsins, var sameinuð Landlæknisembættinu árið 2010 en þá störfuðu 22 starfsmenn þar við að segja fólki að borða ekki sykur. Það er skemmst frá því að segja að Íslendingar hafa aldrei borðað meiri sykur en nú.

Árið 2010 þegar frétt Ríkisútvarpsins var flutt var ekkert Covid. Covid, sem notað hefur verið sem afsökun fyrir öllu hjá opinberum stofnunum undanfarið, skýrir þetta því ekki.

***

Falskt öryggi

Upplýsingar úr sjúkraskrám og lyfjaskrám eru að flestra mati meðal mikilvægustu persónuupplýsinga. Þar á eftir koma líklega fjárhagsmálefni fólks, bankayfirlit, kreditkortayfirlit, skuldayfirlit og annað slíkt.

Hvað myndu vinstrimenn, Ríkisútvarpið og aðrir vinstrifjölmiðlar í landinu gera ef fjárhagsupplýsingar væru opnar upp á gátt, líkt í Lyfjagáttinni. Þau myndu öllsömul ganga af göflunum. Með réttu.

Starfsmönnum þessarar þriggja stofnana sem hafa eftirlit með lyfjagáttinni hefur fjölgað um 122% á 20 árum.

Hvað þarf þeim að fjölga mikið svo hægt sé að treysta hinu opinbera fyrir þessum upplýsingum?