Íslendingar eru ekki þekktir fyrir metnaðarleysi. Við skörum fram úr á hinum ýmsu sviðum þrátt fyrir fámenni. Stór hluti þjóðarinnar tekur þátt í krefjandi áskorunum á borð við Hengil Ultra, Bakgarðshlaup og járnkarl. Undirrituð hefur ekki gerst svo fræg en hefur þó við og við reimað á sig hlaupaskóna og sett sér hæfilega metnaðarfull markmið í góðum félagsskap. Með þrautseigju og áræðni gæti ég líklega bætt hlaupatímann um 5-10%. Það eru hins vegar fáir sem ætlast til þess að núverandi heimsmethafi í maraþoni, Kelvin Kiptum, bæti sitt met hlutfallslega jafnmikið. Það væri fráleit krafa.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði