Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti á dögunum nýjar ráðleggingar íslenskra stjórnvalda um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar út fyrir 39 árum og hafa verið uppfærðar fjórum sinnum síðan.

Hrafnarnir fagna þessu framtaki enda full þörf á að stjórnvöld skipti sér af því hvað þegnar landsins leggi sér til munns.

Þeir sakna þess þó að tillaga Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur, stjórnenda hlaðvarpsins Komið gott, þess efnis að Nói Siríus framleiði páskaegg sem innihaldi Ozempic penna í stað sælgætis, hafi ekki ratað í ráðleggingar stjórnvalda.

Vel væri ef yfirvöld sýndu þyngdarstjórnun íslensku þjóðarinnar jafn mikinn áhuga og þær stöllur.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.