Íslenskur vinnumarkaður er sterkur. Ein birtingarmynd þess er mikil atvinnuþátttaka sem á sinn þátt í að skapa þau góðu lífskjör sem við búum við í dag, mikil atvinnuþátttaka stuðlar að auknum hagvexti og bættri framleiðni, auk þess sem hún dregur úr álagi á velferðarkerfi.
Sterkur vinnumarkaður byggir á trausti á milli aðila vinnumarkaðarins. Þeir hafa leitt þróun réttinda á vinnumarkaði og gætt hagsmuna launafólks sem misst hefur starfsgetu. Þegar við stofnun almennu lífeyrissjóðanna árið 1969 var gert ráð fyrir örorkulífeyri umfram lágmarksgreiðslur ríkisins og stofnun Virk starfsendurhæfingarsjóðs árið 2008 var mikilvægt skref til að auka þátttöku og virkni á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að þróa áfram samspil veikindaréttar, starfsendurhæfingar og greiðslna lífeyrissjóða og almannatrygginga svo áfram verði hagfelldara að vera á vinnumarkaði en utan hans.
Það á að borga sig að vinna
Þann 1. september næstkomandi breytast réttindi fólks með skerta starfsgetu, breytingin er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á örorkulífeyri. Markmið breytinganna er að draga úr örorku, auka virkni og þátttöku á vinnumarkaði – um þau markmið var mikil samstaða.
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að innleiða þessar miklu og dýru breytingar án þess að ljúka fjármögnun þeirra, það á eftir að ganga frá samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða, samspili breytts kerfis við vinnumarkaðinn.
Líkt og sjá má af töflunni hér að neðan verða réttindi mismunandi starfsstétta til þess að fá örorku bætta hjá almannatryggingum og lífeyrissjóðum aukin verulega. Taflan sýnir hver eru réttindi mismunandi starfsstétta til þess að fá örorku bætta hjá almannatryggingum og lífeyrissjóðum, miðað við miðgildi tekna árið 2024 í samanburði við hver þau verða frá 1. september.
Réttindi þann 1. september 2025 | |||||||
Hlutfall fyrri tekna * | |||||||
92% | |||||||
100% | |||||||
89% | |||||||