Nú á dögum tala stjórnmálamenn mikið um sjálfbærni og hvernig eigi að draga úr sóun í samfélaginu. Þeirri umræðu ber að fagna enda er saga velsældar heimsins sú að gera meira fyrir minna. Grundvöllur nýsköpunar er að leysa verkefni á ódýrari og betri hátt en áður var gert. Einhverra hluta vegna halda hins vegar stjórnmálamenn að lausnin felist í meiri lagasetningu eða fjölgun reglugerða. Það er önnur mun skilvirkari lausn sem blasir við en fáir stjórnmálamenn virðast vilja sjá hana.
Framleiðni hins opinbera er afskaplega léleg, hvort heldur er í samanburði við ríkisrekstur í nágrannalöndum, eins og tölur frá McKinsey (Charting a Growth Path for Iceland 2012 og síðar) bera með sér, en sérstaklega lélegar í samanburði við einkarekstur. Það er alveg sama hvert horft er, til gangagerðar og innviðaframkvæmda, flutninga, bygginga fasteigna, læknisþjónustu, fjölmiðlareksturs, verslunarreksturs eða annars, hið opinbera stendur einkarekstri langtum aftar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði