Eins og allir vita er helsta markmið Ásgeirs Jónssonar og hans fólks í Seðlabankanum að koma í veg fyrir hlýnun jarðar ásamt því að tryggja verðstöðugleika.

Eins og allir vita er helsta markmið Ásgeirs Jónssonar og hans fólks í Seðlabankanum að koma í veg fyrir hlýnun jarðar ásamt því að tryggja verðstöðugleika.

Ásgeir hefur Tinnu Hallgrímsdóttir sjálfbærnisérfræðing innan handa á skrifstofu sinni við að ná fyrrnefnda markmiðinu. Vafalaust á hún stærstan heiðurinn af sjálfbærniskýrslu bankans sem var gefin út í vikunni.

Skýrslan er aftur á móti þungbær lesning og óttast hrafnarnir að starfsmenn bankans séu losunaróðir ef svo má að orði komast. Þannig hefur losun vegna ferðalaga erlendis fjórfaldast milli ára og áttfaldast þegar horft er til síðustu tveggja ára. Alls nam losunin vegna viðskiptaferða 260 tonnum af koltvísýringsígildi. Þegar hrafnarnir fjölluðu um skýrsluna í fyrra bentu þeir á að ferðalög starfsmanna árið 2022 jafngiltu að þeir hafi farið til tunglsins og til baka. Þeir horfa greinilegra til enn fjarlægari reikistjarna þetta árið. Þá vekur athygli að samkvæmt skýrslunni hafa sjálfbærnisérfræðingar bankans ekki hugmynd um hversu margir fermetrar fara undir reksturinn.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 9. október 2024.