Þorgerður Katrín telur gjaldþrotaleiðina sem farin hefur verið í Reykjavík vænlega til árangurs á landsvísu.

Fyrir utan það að hafa gaman hefur eina erindi Viðreisnar í borgarmálunum verið að einkavæða Malbikunarstöð Reykjavíkur. Það hefur enn ekki tekist. En Viðreisn telur gjaldþrotaleið borgarmeirihlutans eigi að síður eiga erindi við landsmenn alla.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir samstarf meirihlutaflokkanna í Reykjavík vera fínt.

Þetta sagði hún í Grjótkasti, hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar. Auk þess sagði hún Sjálfstæðisflokkinn ekki vera stjórntækan á landsvísu og skipaði þar með Viðreisn við hlið Pírata sem einnig útiloka stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum.

Hrafnarnir vissu alltaf að hugur Þorgerðar Katrínar stæði til vinstri stjórnar, sem hún kallar miðjustjórn, en töldu að útilokað væri að hún myndi segja það fyrir kosningar.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.