Þessa daga stendur yfir sýningin Seatrade Cruise Global í Miami í Flórídaríki.

Sýningin er sögð leiðandi á sínu sviði og höfðar meðal annars til þeirra sem hanna skemmtiferðaskip, sjá um afþreyingu um borð í skipunum og þeirra sem gera út slík skip. Hrafnarnir heyrðu að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að senda sitt besta fólk á staðinn – Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar og núverandi stjórnarformann Faxaflóahafna, og Gunnar Tryggason hafnarstjóra borgarinnar. Alls fóru fimm frá Faxaflóahöfnum á sýninguna á kostnað borgarbúa og hefði það vart mátt vera færra að mati hrafnanna. Á

nægjulegt er að Þórdís hafi komist í ferðina en að líkindum lætur hún af stjórnarformennsku á næsta fundi. Hrafnarnir átta sig ekki á hvert erindi þeirra á ráðstefnuna var sérstaklega í ljósi þess að borgin hefur markað þá stefnu að fjölga ekki komum skemmtiferðaskipa og farþegum um borð í þeim. En á móti kemur að Miami er skemmtileg borg og hitinn mátulegur á þessum árstíma.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnarpistlum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í blaðinu sem kom út 9. apríl 2025.