Flestir gera sér grein fyrir að stefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum er skaðleg og hún er fyrst og fremst skattur sem neytendur vestanhafs koma til með að greiða. Enginn stígur fram og segir að tollarnir séu ekki skattur enda blasir við öllum að þeir hafa nákvæmlega sömu áhrif.
Það gera hins vegar margir þegar kemur að umræðum um boðaða hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum. Þeir leggja sig fram við að útskýra fyrir almenningi að veiðigjöldin séu ekki skattur heldur afnotagjald. Gott og vel, en það breytir ekki þeirri staðreynd að gjaldið hefur nákvæmlega sömu áhrif á rekstrarákvarðanir fyrirtækja og aukin skattheimta. Um það verður ekki deilt.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði