Helgi Magnús Gunnarsson
Helgi Magnús Gunnarsson
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara á þriðjudaginn. Kannski næst besti kosturinn fyrir Helga Magnús sem hafði sótt um sjálft embætti saksóknarans. Það kom hins vegar í hlut Sigríðar J. Friðjónsdóttur að taka við af Valtý Sigurðssyni. Sigríður er saksóknari Alþingis en Helgi Magnús er aðstoðarsaksóknari Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde. Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús.