Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra biðlaði á dögunum til eigenda verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að stemma stigu við verðbólgunni. Hröfnunum þykir þessi framganga afhjúpa fremur undarlega sýn ráðherrans á það hvernig fyrirtækjaeigendur haga rekstri sínum - það er að segja sýn sem felur í sér að þeir ákvarði verð á vörum og veittri þjónustu út frá öðru en samkeppnissjónarmiðum og hvernig mæta megi launa- og lánagreiðslum og viðunandi arðsemi á fjárfestingu.
Einnig má benda ráðherranum á að ef stjórnvöld hafi viljað setja gott fordæmi í baráttunni gegn fyrirsjáanlegum verðhækkunum vegna ástands í alþjóðamálum hefðu þeim verið í lófa lagið að sleppa öllum árstíðarbundnum hækkunum á álögum og gjöldum hins opinbera um síðustu áramót. Sú aðgerð hefði vegið þungt í þeirri baráttu gegn verðbólgu sem nú á sér stað.
Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra biðlaði á dögunum til eigenda verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að stemma stigu við verðbólgunni. Hröfnunum þykir þessi framganga afhjúpa fremur undarlega sýn ráðherrans á það hvernig fyrirtækjaeigendur haga rekstri sínum - það er að segja sýn sem felur í sér að þeir ákvarði verð á vörum og veittri þjónustu út frá öðru en samkeppnissjónarmiðum og hvernig mæta megi launa- og lánagreiðslum og viðunandi arðsemi á fjárfestingu.
Einnig má benda ráðherranum á að ef stjórnvöld hafi viljað setja gott fordæmi í baráttunni gegn fyrirsjáanlegum verðhækkunum vegna ástands í alþjóðamálum hefðu þeim verið í lófa lagið að sleppa öllum árstíðarbundnum hækkunum á álögum og gjöldum hins opinbera um síðustu áramót. Sú aðgerð hefði vegið þungt í þeirri baráttu gegn verðbólgu sem nú á sér stað.
Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .