Óðinn fjallar í dag í Viðskiptablaðinu um byggingu nýs Landspítala, en kostnaðurinn hann hefur margfaldast á fáum árum.
Meðal annars er staðarvalið rifjað upp, en því var haldið fram að Hringbraut væri dýrasti staðurinn fyrir nýjan spítala.
Óðinn bíður í mikill eftirvæntingu eftir því að Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri spítalans og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, útskýri hvernig kostnaðurinn fór svo úr böndunum.
Pistillinn nefnist Landspítalinn – vitlausasta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar?
Hér er byrjunin á pistlinum en áskrifendur geta lesið hann hér í fullri lengd.
Landspítalinn – vitlausasta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar?
Ein vitlausasta framkvæmd Íslandssögunnar eru Vaðlaheiðargöng. Þegar lög um ríkisábyrgð á lánum til gangagerðarinnar voru samþykkt áttu göngin að kosta 8,7 milljarða króna. Framkvæmdakostnaðurinn reyndist vera 17,7 milljarðar króna.
Að auki hefur félagið um rekstur gangnanna tapað 3 milljörðum króna og eigið fé þess var neikvætt um 1,6 milljónir króna í árslok 2021. Samkvæmt ársreikningi félagsins skuldaði félagið þá 20 milljarða.
Þetta er hins vegar klink þegar horft er til nýs Landspítala.
Veldisvöxtur kostnaðaráætlunar
- Árið 2017 hljóðaði kostnaðaráætlun spítalans upp á 62,8 milljarða.
- Árið 2021 hljóðaði kostnaðaráætlun spítalans upp á 79,1 milljarða.
- Árið 2022 hljóðaði kostnaðaráætlun spítalans upp á 90 milljarða.
- Árið 2023 hljóðaði kostnaðaráætlun spítalans upp á 210 milljarða.
Skýringin
Ríkisútvarpið spurði Bjarna Benediktsson í lok apríl hver skýringin væri á þessu.
„Þegar yfir lýkur erum við að horfa á heildarfjárfestingu yfir 200 milljarða sem er allt önnur tala en við höfum verið að tala um til þessa, enda erum við að ná utan um miklu stærra verkefni.“
Bíddu, en hver er útskýringin á 120 milljarða aukningunni frá því í fyrra?
Kannski að framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá 2002-2007 og þingmaður Samfylkingarinnar 2007-2009, geti útskýrt málið betur fyrir okkur alþýðunni. Það hefur lítið sést af þeim ágæta manni undanfarið.
Ætli hann sé í felum ofan í einni af ófáum holunum á Landspítalareitnum?
Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.