Ný­skrán­ing fólks­bíla árið 2024 dróst sam­an um 42% sam­an­borið við árið 2023 en alls voru ný­skráðir 10.243 nýir fólks­bíl­ar á ár­inu. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.

Al­geng­ustu ný­skráðu bíla­teg­und­irn­ar á ár­inu voru Toyota og Kia en flest­ar ný­skrán­ing­ar áttu sér stað í maí og voru þá alls 2.008 fólks­bíl­ar ný­skráðir.

Flest­ir ný­skráðir fólks­bíl­ar voru raf­magns­bíl­ar og voru þeir meira en 1 af hverj­um 4 nýskráðum bíl­um. Næstal­geng­ustu fólks­bíl­arn­ir voru dísil­bíl­ar sem voru um 22% af öll­um ný­skrán­ing­um.

Ein­stak­ling­ar voru þá skráðir fyr­ir 3.817 nýj­um fólks­bíl­um á ár­inu 2024, sem eru helm­ingi færri ný­skráðir fólks­bíl­ar en árið áður þegar þeir voru 7.875. Flest­ar þess­ara ný­skrán­inga voru í októ­ber sl. en þá voru sam­tals 465 fólks­bíl­ar ný­skráðir.

Flest­ir ný­skráðir fólks­bíl­ar á ein­stak­lingum voru raf­magns­bíl­ar eða tæp­lega helm­ing­ur. Þar á eft­ir voru ten­gilt­vinn­bíl­ar og hybrid-bíl­ar. Al­geng­ustu ný­skráðu bíl­teg­und­ir ein­stak­linga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla.

Ný­skrán­ing­um fólks­bíla hjá al­menn­um fyr­ir­tækj­um, án ökutækjaaleiga, dróst sam­an um 44% og voru sam­an­lagt 1.520 fólks­bíl­ar ný­skráðir árið 2024, en ári áður voru þeir 2.695.

Bíla­leigu­bíl­ar voru um helm­ing­ur allra ný­skráðra fólks­bíla á ár­inu. Sam­tals voru ný­skráðir 4.904 bíla­leigu­bíl­ar árið 2024 sem er 30% færri bíl­ar en á fyrra ári. Flest­ir bíla­leigu­bíl­ar voru ný­skráðir í maí sl. og al­geng­ustu bíl­teg­und­irn­ar voru Kia og Hyundai.