Til að minnast 50 ára afmælis hins goðsagnakenda 911 Turbo, mun Porsche að bjóða upp á sérstaka afmælisútgáfu af þessum ótrúlega sportbíl í mjög takmörkuðu upplagi. 911 Turbo afmælistútgáfan sameinar einstakan kraft með besta mögulega efnisvali og einstakri hönnun.
Innrétting og ytra útlit sækir innblástur í sögu 911 Turbo, og blandar tímalausum og nútímalegum stílþáttum. Aðeins 1.974 eintök verða framleidd til heiðurs árinu þegar fyrsti 911 Turbo kom á markað og er hann því hluti af sérbíla útgáfu Porsche sem barist er um.
Til að minnast 50 ára afmælis hins goðsagnakenda 911 Turbo, mun Porsche að bjóða upp á sérstaka afmælisútgáfu af þessum ótrúlega sportbíl í mjög takmörkuðu upplagi. 911 Turbo afmælistútgáfan sameinar einstakan kraft með besta mögulega efnisvali og einstakri hönnun.
Innrétting og ytra útlit sækir innblástur í sögu 911 Turbo, og blandar tímalausum og nútímalegum stílþáttum. Aðeins 1.974 eintök verða framleidd til heiðurs árinu þegar fyrsti 911 Turbo kom á markað og er hann því hluti af sérbíla útgáfu Porsche sem barist er um.
Þegar Turbo var fyrst kynntur til leiks árið 1974, setti hann ný viðmið og braut blað í sögu sportbíla og bílaframleiðslu. Hann tók turbo tæknina frá kappaksturbílum yfir í sportbílinn og sameinaði áður óþekkta frammistöðu með fágaðri og einstakri hönnun fyrir daglega notkun.
50 ára afmælisútgáfan, sem er í grunninn byggð á 911 Turbo S – er settur upp til heiðurs og sem endurtúlkun á þessari arfleifð. Útlitið vísar til sögulegs útlits Porsche 911 RSR Turbo sem var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt árið 1973, en hann var einmitt forveri 911 Turbo.
Litur afmælisútgáfunnar er Turbonite, sem birtist nú í fyrsta sinn á 911. Önnur söguleg tilvísun er notkun Anthracite Gray á loftvængnum, speglagrunninum og loftinntaki. Merkimiði á bakvélhlífgrillinu er merkt með turbo merkingu og árin 1974–2024. Þegar hurðin er opnuð birtist LED mynd af túrbínu á jörðinni. 911 Turbo 50 ára kemur einnig með 911 Turbo S felgum í Turbonite litnum.
Innrétting sem heiðrar áttunda áratuginn
Innréttingin ber einnig sterk tengsl við Turbo söguna. Sem sérstök virðing fyrir fyrstu gerðirnar prýðir hið táknræna McKenzie munstur miðjuhluta sætana og upplýst Turbo 50 merki úr svörtu burstuðu áli prýðir hurðalistana. Fyrir ofan hanskahólfið er afmælisskjöldur úr áli, sem ber bæði Turbo 50 merkið og einstakt framleiðslunúmer hvers bíls. “Heratige design package” bætir afmælisútgáfuna með fjölmörgum viðbótar fítusum sem vísa til 911 Turbo gerða 8. áratugarins.
Fyrsta útgáfa Porsche-merkisins frá 1964 prýðir framendann í hvítum og silfur satín lit og á afturhleranum er merki Turbo 50 og ásamt núverandi merki Porsche í gulllit sem einungis er notaður í special edition bíla frá Porsche.
Framúrskarandi í frammistöðu, stíl og sögu
911 Turbo 50 er með 3,7 lítra boxer vél með túrbínutækni (VTG), tvöföldum túrbínum sem skilar 650 hestöflum og 800 Nm hámarkstogi.
Bíllinn er aðeins aðeins 2,7 sekúndur úr 0 í 100 km/klst og nær 200 km/klst á aðeins 8,9 sekúndum. Hefur hann mælst 10,1 sek. ¼ míluna
Hann er með 8 gíra tvíkúplingsskiptingu (PDK) og virku fjórhjóladrifi Porsche Traction Management (PTM) með Porsche Torque Vectoring Plus (PTV Plus), þar á meðal rafstýrð driflæsing með fullbreytilegri togdreifingu.
Sportútblásturskerfi með svörtum púströrum kemur sem staðalbúnaður. 10 mm lægra Porsche Active Suspension Management (PASM) sportfjöðrun og lyftikerfi á framás eru einnig innifalin sem staðalbúnaður, ásamt LED matrix ljósum, þar á meðal Porsche Dynamic Light System Plus. Bremsuklossar PCCB bremsukerfis eru í svörtum lit.
Eingöngu fyrir eigendur 911 Turbo 50 ára, mun Porsche Design Timepieces gefa út sérstakt úr til heiðurs afmælisútgáfunni. Líkt og bíllinn sjálfur er úrið takmarkað við 1.974 eintök og sameinar klassíska hönnun með nútímatækni.