Bílamerkið smart kom inn á íslenska markaðinn í ár en smart #1 bíllinn var frumsýndur hér á landi í sumar. Smart er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Mercedes-Benz leggur þannig til hönnun að innan og utan en Geely leggur til verksmiðjur og framleiðsluþekkingu.

„Það fylgja því miklar áskoranir en einnig mikil skemmtun að kynna nýtt vörumerki á markað. Það sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra er að í raun er smart gamalt merki sem kemur nú í gjörbreyttri mynd. smart bílarnir hafa verið til í 25 ár og þetta er algjör endurmörkun á vörumerkinu undir dhandleiðslu Mercedes-Benz og Geely,“ segir Símon Orri Sævarsson, sölustjóri smart hjá Bílumboðinu Öskju sem er umboðsaðili merkisins hér á landi.

70 smart bílar

„Viðtökur á markaðinum hafa verið frábærar og í raun vonum framar. 70 bílar eru nú þegar komnir eða væntanlegir á götuna og kaupendur hafa allir verið mjög spenntir fyrir bílnum. Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu hjá þeim sem eru að skoða og kaupa smart bílana og afar skemmtilegt að finna svo fyrir því að bílarnir standi undir öllum þeim væntingum sem gerðar hafa verið til hans.“

Nú á dögunum kom svo Brabus ofurútfærsla á smart #1 til landsins.

„Þetta er geggjaður bíll og gríðarlega aflmikill. Hann er aðeins 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og 428 hestöfl. Drægnin er um 400 km. Þetta er afar vel útbúinn bíll með stórskemmtilegum eiginleikum. Það er ekki oft sem Brabus bíll kemur til landsins þannig það hefur eðlilega verið mikil spenna í kringum hann og nú þegar búið að afhenda nokkra slíka ásamt því að margir hafi komið í salinn til okkar að skoða hann,“ segir Símon.

Næst er smart #3

„Framtíðin hjá smart er virkilega spennandi. Strax á næsta ári verður næsta gerð af smart kynnt til leiks hér á landi en það er smart #3. Gríðarlega spennandi bíll sem verður frábær viðbót við línuna. smart vörumerkið er komið hingað til lands til að hafa áhrif, hönnunin er öðruvísi, spennandi og vekur mikla athygli. Viðbrögðin á markaðinum frá frumsýningu þessarar fyrstu gerðar „nýja smart“ vörumerkisins sýna okkur svo að fjölbreytni og fagleg hönnun þessara bíla smell passi inn á íslenskan bifreiðamarkað“.