Ford er að undir­búa fram­leiðslu á ofur­út­gáfu af Mustang sem á að koma á götuna síðla næsta árs í tak­mörkuðu magni.

Ofur­sport­bíllinn ber heitið Mustang GTD og er sagður öflugasti bíllinn með hesta­merkinu frá upp­hafi.

Bíllinn er byggður á Mustang GT3 keppnis­bílnum sem mun snúa aftur til Le Mans á næsta ári. Mustang GDT er m. a. byggður úr kol­trefja­plötum og er með magnesí­um­felgur. Undir húddinu er gríðar­lega öflug 5,2 lítra V-8 vél. Bíllinn er með átta gíra gír­kassa.

Vélin mun skila bílnum rúm­lega 800 hest­öflum og gerir Mustang GTD að öflugasta bíl fram­leiðandans. Bíllinn er enn öflugri en Ford GT MK IV, sem að­eins er ætlaður fyrir kapp­aksturs­braut og kom fram á sjónar­sviðið í fyrra. Þetta er al­vöru frammi­stöðu­bíll sem á að sögn Ford að keppa við sport­bíla Porsche, Aston Martin og Mercedes-Benz.