Alva fasteignir ehf. hefur keypt 1.904 fermetra atvinnuhúsnæði að Rauðarárstíg 27 í miðbæ Reykjavíkur af Eik fasteignafélagi á 744 milljónir króna.
Á sama tíma gekk Alva einnig frá kaupum á tæplega 57% eignarhlut Eikar í 938 fermetra bílageymslu í fjöleignarhúsinu Þverholti 14, sem er staðsett bakvið fasteignina að Rauðarárstíg 27. Kaupverð eignarhlutarins í bílasgeymslunni nam 76 milljónum.
Alva fasteignir er í eigu fjárfestingarfélagsins Alva Capital. Eigandi þess félags er Skorri Rafn Rafnsson.
Umrætt félag auglýsir nú eftir framkvæmdastjóra en í atvinnuauglýsingu kemur fram að það hafi í gegnum tíðina komið að stofnun félaga á borð við Netgíró, Heimkaup, Inkasso og Moberg. Megin áherslur félagsins séu fasteignaþróun, hótelrekstur, útleiga og rekstur fasteigna. Það ætli sér stóra hluti í fasteignaþróun á næstu misserum.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.