Björn Víglundsson er sölustjóri hjá Heklu og passar upp á merki fyrirtækisins Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Björn viðurkennir að þrátt fyrir starf sitt sem sölustjóri hafi hann aldrei verið með bíladellu á háu stigi en hafi alltaf haft gaman af bílum. Björn ekur um á Audi Q8 e-tron sem hann segir besta bíl sem hann hafi átt og hann sé í raun draumabíllinn. Hann nefnir að gamall Land Rover Defender eða nýr Grenadier séu líka draumabílar.
„Ég hóf störf hjá Heklu fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hef fjölbreytta reynslu úr ýmsum geirum, en til viðbótar við bílageirann hef ég starfað í tryggingabransanum, við fjarskipti og fjölmiðla, ferðaþjónustu og ýmislegt fleira. Það er ágætt að hafa fjölbreyttan bakgrunn og alltaf gaman að koma aftur í bílana, enda mjög skemmtilegt að selja vörur sem viðskiptavinir hafa mikinn áhuga á að kaupa. Viðskiptavinir eru ekki alltaf spenntir fyrir söluræðum um nýju frábæru trygginguna eða nýja fjarskiptapakkann, en það eru flest mjög áhugasöm um nýjar bifreiðar. Þær vekja alvöru áhuga hjá viðskiptavinum og það gerir starfið skemmtilegra. Það skemmtilegasta við þetta starf er án efa að sjá blikið í augum viðskiptavina þegar nýr bíll er afhentur. Það er stór dagur í lífi fólks að fá afhentan nýjan bíl og það er gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Björn. Hann svarar hér nokkrum spurningum tengt bílum.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði