Björk Óðinsdóttir er 35 ára þjálfari og eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Norður sem er staðsett á Akureyri. Hún á eina þriggja ára dóttur en á nú von á sínu öðru barni.
Bjök hefur alla tíð verið íþróttakona. Hún var lengst af í fimleikum en byrjaði síðan í crossfit árið 2010 og var atvinnumaður í því frá 2014 - 2018.
Í dag vinnur hún í draumastarfinu sínu, að þjálfa allt frábæra fólkið sitt sem æfir í Norður. En aldursbil iðkenda er frá 10 ára til 87 ára.
Æfing vikunnar er tilvalin fyrir alla ferðalangana í sumar. Hún tekur um 30 mínútur en hana er hægt að gera hvar og hvenær sem er. Eina sem þarf er lítil teygja.
Upphitun:
3 hringir af:
- 20x Standandi Good mornings með hendur á höfði.
- 20x/20x Hliðarskref með teygju rétt fyrir ofan hnén.
- 10x Ormaganga (Teygja hendur niður í gólf og labba i plankastöðu og til baka)
Styrkur:
3 hringir af:
- 8x/8 x Bulgarian Split Squats
- 10x Hollow Rocks
Þolæfing:
3 hringir af:
- 4x Wallclimbs
- 200m Hlaup
4 hringir af:
- 8x Þröngar armbeygjur
- 10x Hnébeygjur
- 20x Jumping jacks
5hringir af:
- 8x Burpee tuck jumps
- 10x Uppsetur
Áfram þið!